Lemon Bottle Premium lipolysis Injection by Sid Medicos

Lemon Bottle Premium lipolysis Injection by Sid Medicos

Lemon Bottle frá Sid Medicos premium lipolysis injection. Það eru þrjú innihaldsefni í þessari vöru en þau eru- Riboflavin (B2) Lecithin og Bromelain. En Bromelain úr ananas er náttúrulegt ensím sem brýtur niður ákveðin prótein í líkamanum. Aðstoðar við fituniðurbrot og minnkar bólgur. Ribiflavin (B2) er vatnsleysanlegt vítamín sem er ómissandi fyrir niðurbrot fitu. Lesithin  er unnið úr soyabaunum. En þegar Lesithin blandast við Riboflavin eykst dreifing og aðstoðar við fituniðurbrot. Notendur Lemon Bottle eru fljótir að jafna sig eftir meðferðina og geta farið strax í sína venjulegu rútínu. Mælt er með að fara í þrjár meðferðir á 14-21 dags millibili til að ná hámarksárangri,  að vísu er það einstaklingsbundið hversu margar meðferðir hver og einn þarf. En þú sérð árangur eftir 24 klst. 

Svæðið sem sprautað er í er skipt í einingar og sprautað 1ml á hvert svæði og nuddað á eftir. Yfirleitt upplifir fólk engann sársauka, litla bólgu ekkert eða lítið mar.

Hvernig áttu að undirbúa þig fyrir meðferðina? Ekki vera í sól í viku fyrir tímann, ekki fara í ljósabekki í viku fyrir tímann, ekki drekka áfengi í 3 daga fyrir tímann, forðast íbúfen og ekki taka lýsi.

Mikilvægt er að drekka 1-2 lítra af vatni á hverjum degi eftir meðferð, forðast líkamsrækt í 24klst, ekki drekka áfengi í 7 daga eftir meðferð, Og forðastu sund.

Sjaldgæfar aukaverkanir, bólgur, mar, kláði, verkur, hiti í stungustað. En þessi einkenni hverfa á 5-7 dögum.

Hverjir henta ekki í þessa meðferð? Þeir sem eru með ofnæmi fyrir ananas, nýraveikir, lifrarveikir, ófrískar konur, konur með barn á brjósti, þeir sem eru með sykursýki, þeir sem eru með skjaldkirtilssjúkdóm, exem eða phoriosis. Þeir sem hafa grennst hratt eða þeir sem eru að fara í skurðaðgerð á næstu 2 vikum.

 

Back to blog