Fagmennska tryggir árangursríka meðferð

> Nánar

Sunekos meðferð - fyrir og eftir mynd

Þar sem Sunekos er hrein hyaluronicsýra & aminosýra blandaðar saman þá er hægt að sprauta þessu efni í enni, kinnar, hálsinn & undir augun. Þetta minnkar bláma og bólgur undir augunum, sléttir úr fínum línum, veitir raka & ljóma í húðina. Sunekos örvar frumur (fibroblasts) í húðinni sem framleiða collagen & elastin. Þetta er frábært efni fyrir þá sem vilja endurnýja unglegt útlit & náttúrulegt yfirbragð þar sem þetta er án fylliefna og toxins. Efninu er sprautað rétt undir húðina á þeim stöðum sem fólk kýs að fá efnið og það dreifir svo úr sér. Ekki er vitað til að nokkur hafi fengið ofnæmi fyrir þessu efni, en á stungustaðnum getur þú orðið marin og bólgin/n sem varir alla jafna ekki í langan tíma en er þó einstaklingsbundið. Svo mælt er með því að koma ekki við stungustaðinn í 4klst eftir meðferðina og nota einungis rakakrem fyrstu sólarhringana.

Tímapantanir

Ejal40 & PRX-T33

Hún er búin að fara í Ejal40 (skinbooster) 2x og 3x í PRX-T33 (sýrumeðferð). Hún var áður búin að fara í Laser 4x sem gerði lítið fyrir hana.

Ejal40 skinbooster inniheldur hreina hyaluronic sýru & vitamín sem eru ábyrg fyrir vöðvauppbyggingu. Hyaluronicsýran vekur frumur (fibroblasts) í húðinni sem örva framleiðslu collagens & elastins. Ejal40 getur endurheimtað raka í húðinni og dregið úr öldrunareinkennum húðarinnar. Þessi skinbooster hentar m.a. vel fyrir einstaklinga með þurra, föla og örótta húð. Mælt er með að fara í skinbooster einu sinni á fjögurra vikna fresti í 3-5 skipti til að ná hámarksvirkni. Til að halda því við er mælt með að fara einu sinni á ári.

Húðin er í u.þ.b. sólarhring að jafna sig, ekki má koma við stungustaði á þeim tíma og einungis nota rakakrem næstu sólarhingana.

Button label