Dive Q peel

17900 ISK

Sýrumeðferð sem er borin á húðina, þéttir hana, jafnar áferð og vinnur á litabreytingum. Það verður engin sýnileg né langvarandi erting í húðinni eftir þessa meðferð.

Hverjum hentar meðferðin?
Tilvalin meðferð fyrir þá sem vilja ljóma strax, vinna á unglingabólum og fullkomin meðferð fyrir sérstök tilefni/viðburði.

Hvaða innihaldsefni eru í Dives Q peel?
Dives Q peel inniheldur madelic, kojic og trichloracetic sýrur. Madelic sýran eykur frumufjölgun og endurnýjun með lítilli ertingu í húð. Hún dregur úr ásýnd fínna lína og svitahola og bætir áferð húðarinnar með því að örva kollagen og elastín framleiðslu. Kojic sýran örvar endurnýjun húðarinnar, bætir húðlit, veitir raka og gefur húðinni ljóma. Trichloracetic sýra er afleiða ediksýru sem er sterkasta sýran af lífrænum upprunna sem notuð er í snyrtivörur og fagurfræði. Sýran ýtir undir sjálfvirka viðgerðarferli húðarinnar sem felur í sér algjöra endurnýjun á skemmdum frumum. Sýran hefur jákvæð áhrif á efnaskipti og uppbyggingu húðarinnar, örvar kollagen og elastínmyndun sem og örvar myndun hyaluronic sýru.

Hverjum hentar Dives Q peel?
Dives Q peel hentar öllum allan ársins hring þar sem hún gerir húðina ekki eins viðkæma fyrir sólinni og aðrar sýrur.

Meðferðin sjálf:
Bornar eru sýrur á húðina og þær hafðar á á húðinni án þess að þrífa þær af. Sett er á sprey til að hlutleysa(neutrolisa) húðina og svo rakakrem. Gott er að þrífa húðina ekki fyrr en næsta dag.

Ef einstaklingur sýnir einhver merki um ofnæmi eða finnur fyrir óþægindum í húðinni, eins og brunatilfinningu, þá eru sýrurnar strax þvegnar af.

Hvað þarf að passa áður en komið er í meðferð?
Það þarf að passa að hætta notkun retinóls 2 vikum fyrir meðferð, ekki koma með aktíva frunsu, nýrakaða eða vaxaða húð.

Meðferðin hentar ekki:
Einstaklingum með útbrot( herpes), viðkvæma og ertandi húð, ofnæmi fyrir Kojic sýru, hentar ekki konum á meðgöngu og ekki konum sem eru að gefa brjóst.

Hvað má búast við eftir meðferðina?
Það sem einstaklingar geta búist við í kjölfar meðferðinnar er húðflögnun sem varir vanalega ekki lengur en í 3 daga og vægan roða sem jafnar sig fljótt. Ef bólga eða roði verða vart við sig og hverfa ekki innan sólarhings þarf að hafa samband við okkur hér á Derma.

Hversu oft er mælt með að koma?
Mælt er með að koma 3x á 7-10 daga fresti til að ná sem bestum árangri og svo eftir þörfum til að viðhalda árangrinum.