Um okkur

María Sveinsdóttir

Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2014 en fyrst sem sjúkraliði árið 1996.
Ég lærði einnig förðunarfræði og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2010.
Ég hef tekið að mér fjölmörg verkefni tengd förðun og stíliseringu, m.a. fyrir Rigg Events og Gassa. 
Ég er aðstoðardeildarstjóri á Landspítala Háskólasjúkrahúsi með þessari vinnu. Ég fór til London 2021 og er Certified Aesthetic Nurse með fyllingarefni og toxin. Skólinn sem ég fór í heitir Derma Medical en þeir taka eingöngu við heilbrigðisstarfsfólki. 
Ég átti einnig langan feril í útvarpi með sjúkrahúsvinnunni. Í dag er ég mjög spennt að hitta ykkur öll á Derma. 

     Inga Rún Snorradóttir

    Ég er á þriðja ári í Hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands og er að vinna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi með náminu. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2016. 

    Hef alltaf haft áhuga á heilbrigðiskerfinu, förðun, tísku og húðumhirðu. Ég hef verið að kljást við bólur og ör eftir bólur og það mætti segja að áhuginn á húðumhirðu hafi byrjað þá. Að auki hef ég líka mikinn áhuga á því sem Derma hefur upp á að bjóða, bæði á kremvörunum og meðferðunum. Ég mun koma til með að gera sýrumeðferðir á Derma undir handleiðslu hjúkrunarfræðings og er spennt fyrir því verkefni.

      


    Hafa samband