Stefna Derma er að þú öðlist heilbrigða húðheilsu. Derma er rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki með áherslu á húðmeðferðir og fylliefni. Hjúkrunarfræðingurinn sem vinnur hjá Derma er með sérfræðiþekkingu frá námskeiði í London, sem einungis heilbrigðismenntað fólk getur sótt, og hefur prófað allar meðferðirnar sjálf. Derma býður uppá persónulega þjónustu í þæginlegu umhverfi.
Þar vinnur hjúkrunarfræðingur og undir leiðsögn hjúkrunarfræðingins vinnur einnig hjúkrunarnemi sem er að klára þriðja árið.
Derma býður upp á húðmeðferðir fyrir andlit og líkama sem og fylliefni úr náttúrulegum efnum.
Að auki er hægt að bóka tíma í ráðgjöf, en það virkar þannig að hjúkrunarfræðingur metur húðina þína og getur ráðlagt þér hvað hentar best fyrir þína húð. Sá tími fer svo upp í meðferðina sem verður fyrir valinu.
Fylgst er með nýjustu meðferðunum og það er metið hvað skal taka inn hjá Derma.
Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2014 en fyrst sem sjúkraliði árið 1996.Ég lærði einnig förðunarfræði og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2010.
Ég hef tekið að mér fjölmörg verkefni tengd förðun og stíliseringu, m.a. fyrir Rigg Events og Gassa.
Ég er aðstoðardeildarstjóri á Landspítala Háskólasjúkrahúsi með þessari vinnu. Ég fór til London 2021 og er Certified Aesthetic Nurse með fyllingarefni og toxin. Skólinn sem ég fór í heitir Derma Medical en þeir taka eingöngu við heilbrigðisstarfsfólki. Ég átti einnig langan feril í útvarpi með sjúkrahúsvinnunni.
Í dag er ég mjög spennt að hitta ykkur öll á Derma.
Ég er á þriðja ári í Hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands og er að vinna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi með náminu. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2016.
Hef alltaf haft áhuga á heilbrigðiskerfinu, förðun, tísku og húðumhirðu. Ég hef verið að kljást við bólur og ör eftir bólur og það mætti segja að áhuginn á húðumhirðu hafi byrjað þá. Að auki hef ég líka mikinn áhuga á því sem Derma hefur upp á að bjóða, bæði á kremvörunum og meðferðunum. Ég mun koma til með að gera sýrumeðferðir á Derma undir handleiðslu hjúkrunarfræðings og er spennt fyrir því verkefni.