Sunekos Andlit eða enni

32000 ISK

Sunekos meðferðin er vinsælasta meðferðin hjá okkur. Þar sem Sunekos er hrein hyaluronicsýra & aminosýra blandaðar saman þá er hægt að sprauta þessu efni í enni, kinnar, hálsinn og undir augun. Þetta minnkar bláma og bólgur undir augunum, sléttir úr fínum línum, veitir raka og ljóma í húðina. Sunekos örvar frumur (fibroblasts) í húðinni sem framleiða collagen & elastin. Þetta er frábært efni fyrir þá sem vilja endurnýja unglegt útlit og náttúrulegt yfirbragð þar sem þetta er án fylliefna og toxins. Efninu er sprautað rétt undir húðina á þeim stöðum sem fólk kýs að fá efnið og það dreifir svo úr sér. Ekki er vitað til að nokkur hafi fengið ofnæmi fyrir þessu efni, en á stungustaðnum getur þú orðið marin og bólgin/n sem varir alla jafna ekki í langan tíma en er þó einstaklingsbundið. Svo mælt er með því að koma ekki við stungustaðinn í 4klst eftir meðferðina og nota einungis rakakrem fyrstu sólarhringinn.Andlit og enni: Þar sem Sunekos er hrein hyaluronsýra og aminosýra blandaðar saman þá er hægt að sprauta þessu í enni og í kringum augun rétt undir húðina. Þetta minnkar bláma, bauga undir augum, sléttir úr fínum línum. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem eru hræddir við toxin! Fyrir utan það gefur þetta húðinni mikinn raka og þéttleika. Þessi meðferð er ekki fyrir ófrískar konur eða konur með barn á brjóst.