Profhilo

55000 ISK

Profhilo er sprautumeðferð sem gott er að fara í þegar þú vilt meiri ferskleika í húðina. Efnið sem notað er í Profhilo er Hyaluronic sýra og hægt er að sprauta sýrunni með nál í andlit, háls og hendur.
Þegar maður eldist, þá framleiðir líkaminn minna af Hyaluronic sýru sem getur valdið þurrari húð, hrukkum og húðin verður meira lafandi. Profhilo er meðferð sem getur hjálpað til við að minnka þessi svokölluðu “öldrunareinkenni”.
Það sem gerir Profhilo frábrugðna öðrum sprautumeðferðum er sá eiginleiki að hyaluronic sýran er með minni mólþunga sem leiðir til þess að húðin verður hvorki fyrir skemmdum né sársauka. Að auki frásogast það betur um húðina, sem leiðir til betri árangurs.

Kostir Profhilo:
-Þetta er ekki húðfylliefni
-Í Profhilo er mesti styrkur Hyaluronic sýru á markaðnum
-Gefur húðinni raka
-Bætir og endurheimtar stinnleika húðarinnar
-Endurnýjar slappa húð í andliti og hálsi

Virkni Profhilo:
Meðferðin virkar á þann hátt að efnið örvar framleiðslu elastíns og kollagens í húðinni sem leiðir til þess að húðin verður teygjanlegri og stinnari og að auki hjálpar það til við að slétta út fínar línur og hrukkur. Það sem aukningin á elastín og kollagen framleiðslu gerir einnig er að gefa húðinni raka með því að auka getu húðarinnar til að halda rakanum.

Profhilo meðferðin er sprautumeðferð, svo notað er nál sem stungið er á svæðið sem viðkomandi velur.

Hvað tekur meðferðin langan tíma og hversu oft er mælt með að fara?
Meðferðin tekur nokkrar mínútúr og mælt er með að koma 2x með mánaðar millibili. Eftir það er mælt með að koma eftir 3-6 mánúði til að ná sem bestum árangri.

Hvaða aldri hentar Profhilo?
Profhilo hentar öllum aldri en best er að koma þegar fyrstu öldrunareinkennin fara að koma fram, eins og fínar línur og hrukkur.

Hverjar eru aukaverkanir Profhilo?
Algengasta aukaverkanirnar eru mar og bólga á stungustað. Einnig gæti komið tímabundinn roði og kláði. Svæsnari aukaverkanir, eins og húðdrep eða ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæfar og koma líklegast vegna þess að efnið fór ekki rétt inn í húðina. Því er best að fá fagaðila, eins og hjúkrunarfræðing, til að gera þessa meðferð.

Er sársaukafullt að fara í Profhilo?
Profhilo meðferð er ekki sársaukafull meðferð en sumir finna fyrir sting þegar efninu er sprautað inn í húðina. Meðferðin er fljótleg og auðveld og yfirleitt sér fólk árangur eftir einungis 2 skipti.

Hvað á ekki að gera eftir Profhilo?
Ekki nudda eða snerta stungusvæðið og ekki setja mikinn hita eða kulda á svæðið. Þá getur efnið dreifst ójafnt og virkni efnisins getur raskast.