PRX-T33 sýrumeðferð er áhrífarík meðferð en það sem hún gerir fyrir húðina þína og möguleg vandamál hennar er að hún vinnur á og minnkar t.d. litabreytingar í húðinni, ör, húðslit, þurra húð, fínar línur, hrukkur og melasma.
Hverjum hentar meðferðin?
-Þeim sem vilja fyrirbyggja öldrun
-Þeim sem vilja fá meiri ljóma
-Þeim sem vilja aukinn þéttleika
-Þeim sem vilja fá betri áferð á húðina
Meðferðin vinnur á þann hátt að hún örvar frumur leðurhúðarinnar til að endurnýja sig án þess þó að skaða yfirhúðina.
Hvar er hægt að fá sýrurnar?
Alls staðar þar sem húðin er orðin slappari, t.d. á andliti, hálsi, handleggjum, lærunum og á magann.
Hversu fljótt sér maður árangur?
Eftir meðferðina finna einstaklingar yfirleitt strax mun á þéttleika, ljóma og stinnleika í húðinni. Árangurinn ágerist hægt og bítandi þar sem frumur leðurhúðarinnar eru áfram að mynda kollagen og elastín eftir þessa meðferð.
Hvað hefur PRX-T33 framyfir TCA sýrur?
Það sem PRX-T33 hefur framyfir TCA sýrur er að þær orsaka ekki mikla ertingu í húðinni og batatíminn er ekki eins langur svo ekki þarf að taka sér frí þó maður fer í þessa meðferð. Efnin í PRX-T33 er blandað saman við TCA sýru með það markmið að minnka þessi neikvæðu áhrif.
Það sem PRX-T33 inniheldur er:
-Kojic sýra en sú sýra jafnar húðlitinn, lýsir upp litabreytingar og kemur í veg fyrir mögulegar litabreytingar í húðinni.
-Vetnisperoxíð, lítill styrkleiki. Vetnisperoxíð gerir það að verkum að sár eru fljótari að gróa með því að minnka bólgur og örva ferli húðarinnar sem kallast “viðgerðarferli”.
-33% TCA sýru
Það sem þessi blanda af innihaldsefnum gerir er að minnka aukaverkanirnar sem koma af TCA sýrum eins og bólgu, ertingu og sviða. TCA sýrur valda bólgum en þar sem PRX-T33 inniheldur vetnisperoxíð þá haldast bólgurnar niðri og viðgerðarferli húðarinnar fer af stað. Þessi innnihaldsefni örva frumur leðurhúðarinnar til að mynda kollagen og elastín sem gefur húðinni meiri þéttleika og stinnleika.
Hvað er gert í meðferðinni?
Það sem er gert í meðferðinni er að það eru bornar sýrur á það svæði sem einstaklingar velja, þær hafðar á í 3 mínútur, þvottapoki svo notaður til að þrífa þær af og að lokum er borið rakakrem á húðina. Ef einstaklingur sýnir einhver merki um ofnæmi eða finnur fyrir óþægindum í húðinni, eins og brunatilfinningu, þá eru sýrurnar strax þvegnar af.
Hvað þarf að passa áður en komið er í meðferð?
Það sem þarf að passa áður en komið er í PRX-T33 sýrumeðferð er að hætta notkun retinóls 2 vikum fyrir meðferð og ekki koma í meðferðina með aktíva frunsu, nýrakaða eða vaxaða húð.
Hversu oft þarf að fara í þessa meðferð?
Mælt er með að koma 3x á 7-10 daga fresti til að ná sem bestum árangri og svo eftir þörfum til að viðhalda árangrinum.
Hverjum hentar ekki meðferðin?
Einstaklingum með útbrot(herpes), viðkvæma og ertandi húð, ofnæmi fyrir Kojic sýru og hún hentar ekki konum á meðgöngu né konum sem eru að gefa brjóst.
Hvað er hægt að búast við eftir meðferð?
Það sem einstaklingar geta búist við í kjölfar meðferðarinnar er húðflögnun sem varir vanalega ekki lengur en í 3 daga, vægan roða sem jafnar sig fljótt og dökka og þurra bletti í húðinni sem flagna af næstu dagana á eftir. Ef bólga og roði verða vart við sig og hverfa ekki innan sólarhrings þarf að hafa samband við okkur hér á Derma
Ef þú bókar 2 meðferðir í samráði við starfsmann færðu það á 46.900 kr.
Ef þú bókar 3 meðferðir í samráði við starfsmann færðu það á 66.900 kr.
Ef þú bókar sýrumeðferð (PRX-T33 eða Dives Q peel) og Ejal40( skin booster) í samráði við starfsmann færðu það á 50.000 kr.
Ef þú bókar 2 meðferðir af sýrumeðferð(PRX-T33 eða Dives Q peel) og Ejal40(skin booster) í samráði við starfsmann færðu það á 90.000 kr